Uppskriftir
Textabox
UPPSKRIFT VIKUNNAR:
Álfakökur
Flokkur: Kökur, smákökur og annað bakkelsi
Pastaréttir
Drykkir
22.11.2008 21:03:51 / uppskriftir-1

Piparkökuhús

Piparkökuhús />

>

3 dl síróp
800 g
sykur
500 g smjör
1 msk. engifer
2 msk. negull
2 msk. kanill
1 egg
1.800 g hveiti
1 tsk. natron

Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3­4 klukkustundir.

Fletjið út deigið og þykktin á að vera um hálfur sentimetri. Stækkið teikningarnar tvisvar til þrisvar eða eftir vild.

Skerið út eftir teikningum og merkið í deigið fyrir bjálkum í veggi og þakplötum.

Bakið á bökunarpappír við 175 C í um það bil 12­16 mínútur eða þar til fullbakað.

Skerið út glugga og hurðir að vild og bakið líka. Hurðina má hafa opna upp á hálfa gátt og síðan eru þetta gluggahlerar sem geta skreytt húsið. Milliloftið þarf að ná út fyrir húsið sjálft þannig að hægt sé með góðu móti að gera svalir. Tröppur getur hver og einn gert með því að búa til renning úr deiginu. Þrepin eru svo teiknuð á með sprautuðu súkkulaði.

Hliðar hússins eru settar saman með Mónu tertuhjúp.

Glassúrinn sem notaður er í snjó er búinn til úr tveimur eggjahvítum og 200­400 g af flórsykri. Eftir að búið er að laga glassúrinn verður að stífþeyta hann.

Handriði er sprautað á bökunarpappír. Í það er notaður Mónuhjúpur. Þegar handriðið er síðan fest við húsið er Mónuhjúpurinn líka notaður til þess.

Í lokin sé húsið skreytt með því að gera grýlukerti og svo er flórsykri sigtað yfir í lokin.

/>

Heimsóknir
Í dag:  11  Alls: 138845
Dagsetning
27. nóvember 2014
Textabox
Mynd vikunnar er:


Leitarbox

Textabox
NÝJAST:

Pizza
Flokkur: Aðrar skemmtilegar uppskriftir

Rjómaterta með Rice crispies toppi
Flokkur: Kökur, smákökur og annað bakkelsi

Hvílauksbrauð með pastaréttum
Flokkur: Brauð

Indverskur fiskréttur
Flokkur: Kjöt -og fiskréttir

Rosagott
Flokkur: Konfekt
Textabox
 AÐRAR UPPSKRIFTASÍÐUR

www.cafesigrun.com
www.ms.is


ps. endilega sendið mér ábendingar um góðar uppskriftasíður :D
Talning
Niðurtalningu lokið!
Fyrir 2196 dögum
Ég byrjaði með þessa síðu
Klukkan
Dagatal
nóvember - 2014
S M Þ M F F L
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
FyrriNæsti